Fréttir

Fréttayfirlit

Loftmynd

Þá er keppnistímabilið 2024 liðið, en það var 12 tímabil Kormáks Hvatar á Íslandsmóti og í fyrsta sinn sem keppt var við stórlaxana í C-deildinni. Það var vitað fyrir mót að þetta væri keppni á öðru leveli en þegar við öttum kappi við Kríu, Skallagrímog fleiri káta kappa í neðri deildum og það kom svo í...
LESA MEIRA

Pældu í því sem pælandi er í

Við bjóðum ofurtölvuna velkomna til starfa. Hún segir okkur til um framtíðina og hvað má búa sig undir nú á haustmánuðum.
LESA MEIRA

Á bleikum náttkjólum

Kormákur Hvöt réri á garðbæsk mið í dag og kom heim með eitt stig í lestinni. Ekki kannski leikur sem hlutlausir myndu lýsa sem epískum.
LESA MEIRA

Komdu og skoðaðu í kistuna mína

Kormákur Hvöt héldu suður með sjó og sóttu gullin þrjú stig í greipar Sandgerðinga.
LESA MEIRA

Höfuðlausnir – uppgjör fyrri helmings tímabilsins 2024

Nú árið er hálfnað í aldanna skaut. Því er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg í 2. deild karla árið 2024. Kormákur Hvöt means business!
LESA MEIRA

Greinilegur púls

Leikskýrslan á ksi.is Þróttur í Vogum á Vatnsleysu var heimsóttur á fallegum sumardegi 23. júní 2024. Fallegur var hann allavega út um glugga landsmanna, þó rysjan væri eilítið meira ótt utandyra. Fyrir leik sátu liðin á svipuðum slóðum um neðanverða miðja deild, bæði þó taplaus í sínum tveimur síðustu leikjum. Heimamenn eru spjaldahæsta lið 2. deildar...
LESA MEIRA

Nú er ég klæddur og kominn á ról

Uros Duric ver víti og étur dauðafæri í kvöldmat í dýrmætum sigri á KFG. Stöngin inn í dag og við fjarlægjumst hægt og rólega kviksyndi fallbaráttunnar.
LESA MEIRA

Þrír blóðdropar

Í knattspyrnu er það yfirleitt þannig að liðið sem skorar fleiri mörk vinnur leikinn. Það var uppi á teningnum þegar Kormákur Hvöt heimsótti Hött Huginn. Við tökum þá heima.
LESA MEIRA

Drög að upprisu

Jákvæð teikn á lofti og bleiki valtarinn er að komast í gang.
LESA MEIRA

Fram og aftur blindgötuna

Kormákur Hvöt situr í 10. sæti 2. deildar eftir frústerandi leik gegn Reyni frá Sandgerði. Upp, upp & meira!
LESA MEIRA

Spáðu í mig

Leikskýrslan á ksi.is | Textalýsing á fotbolti.net | Leikurinn á YouTube Kormákur Hvöt þreytti frumraun sína í 2. deild karla á sólríkum laugardegi á Selfossi í dag. Fyrir leik voru væntingar heimamanna sennilega í þá átt að hér væri þægilegasta byrjun á móti sem þeir hefðu getað óskað sér – en annað átti eftir að koma...
LESA MEIRA

(Hugboð um) vandræði

Sunnudaginn 14. apríl lagði lið Kormáks Hvatar leið sína á sinn minnst uppáhalds völl í heiminum. Fífan í Breiðablikshverfi var áfangastaðurinn, völlur sem lyktar illa, lýsingin óþægileg og alltaf svívirðilega heitt. Já vínberin geta verið súr í Mjólkurbikarnum.
LESA MEIRA
Menn klæddu sig vel og sumir dugðu út allan leikinn

Millilending

Kaldur vordagur Í Laugardalnum skilar Kormáki Hvöt í næstu umferð Mjólkurbikarsins
LESA MEIRA

Ársuppgjör Aðdáendasíðu Kormáks

Hinir fræknu fimm fréttaritarar Aðdáendasíðu Kormáks gera upp ævintýraárið 2024.
LESA MEIRA

Önnur deild 2024

Nú eru kol leiktíðarinnar 2023 orðin vel grá og fæstir að hugsa um fótbolta sumarið 2024. Fyrir Kormák Hvöt eru nýjar lendur framundan, þar sem C deild á Íslandsmóti er verkefnið sem bíður.
LESA MEIRA

Upp upp mín sál og andinn með!

Fæst mörk fengin á sig, ósigrandi á heimavelli, markahæsti leikmaðurinn og upp fórum við!
LESA MEIRA

Granítharka í Grýtubakkahreppi

Það voru engin kettlingatök þegar tvö grjóthörð lið spiluðu fótbolta í septembernepjunni á Grenivík þessa helgina.
LESA MEIRA

Ekki er nú öll vitleysan eins

Topplið Reynis og Kormáks Hvatar léku fyrir dansi á bæjarhátíð Sandgerðis. Glatt er á hjalla, stappfullt í stúku og rjómablíða.
LESA MEIRA

Með ánægju út að eyrum, hver einasta kerling hló

Hugarfarsskrímslin úr Húnavatnssýslum létu fætur tala í 45 mínútur - og það var nóg til að landa þremur stigum gegn Kára.
LESA MEIRA
1 2 3