Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Ingva Rafn Ingvarsson sem þjálfara félagsins út leiktímabilið. Ingvi þekkir liðið inn og út, hefur leikið með því í 10 ár og skorað fullt af mörkum. Ingvi hefur áður þjálfað liðið, árið 2021 þegar við enduðum í öðru sæti 4. deildar og komumst upp í þá þriðju í fyrsta sinn.Read More
Fyrsti heimaleikur okkar fór fram á gervigrasinu á Sauðárkróki í dag. Þó ekki í sól og sumaryl, en frekar sunnan hvassviðri og rigningu. Elliðamenn úr Árbænum voru andstæðingarnir og skemmst er frá því að segja að þeir fóru með stigin þrjú suður yfir heiði, eftir 1-3 sigur.Read More
Aco Pandurevic hefur látið af störfum sem þjálfari Kormáks Hvatar. Hann kom til starfa fyrir leiktímabilið 2022 og stýrði liðinu til 9. sætis á sínu fyrsta tímabili og þar skilur hann við það að þremur leikjum loknum í deildinni.Read More
Laugardaginn 6. maí fór fram opnunarleikur 3. deildar 2023 hjá Kormáki Hvöt, þar sem leitað var á fornar slóðir gegn Íþróttafélagi Hafnarfjarðar (Í.H.). Fyrir daginn höfðu liðin att kappi saman í 3. og 4. deild, leikjubikurum og allskonar níu sinnum. Liðin höfðu unnið fjórum sinnum hvort og eitt jafntefli. Leikjum liðanna í fyrra lauk báðum...Read More
Nýlegar athugasemdir