Dominic Louis Furness ráðinn þjálfari

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið enska þjálfarann Dominic Louis Furness til starfa fyrir leiktíðina 2025.

Dominic, sem kemur frá Middlesborough í Norður-Jórvíkurskíri, þjálfaði sumurin 2023 og 2024 lið Tindastóls, þar sem hann þótti brydda upp á skemmtilegum bolta. Sigraði liðið til að mynda 4. deildina í sumar með talsverðum yfirburðum – skoraði mikið og fékk á sig fátt.

Sem leikmaður flaug hann hátt og víða, lék til að mynda með liðum í Ameríku, Svíþjóð, Ástralíu og Tælandi svo eitthvað sé nefnt. Þá lék hann með Tindastóli í B-deildinni fyrir rúmum áratug, sem skilaði honum í efstu deild með F.H. ári síðar.

Aðdáendasíðan lýsir yfir gríðarlegri spennu fyrir þessari ráðningu og megi hún verða til mikillar lukku. Þegar sameiginlegur áhugi fyrir samstarfi þjálfara og liðs er jafn mikill og í þessu tilviki getur ekki annað en góðir hlutir verið framundan!

Leave a Reply