Leikur gegn KÁ í Mjólkurbikarnum

Kormáks Hvatar menn léku í dag sinn fyrsta æfingaleik, sem jafnframt var hluti af Mjólkurbikarnum. Fjölmargir leikmenn voru að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið og ungir heimamenn fengu slatta af dýrmætum leikmínútum í meistaraflokks bolta.

Andstæðingurinn var KÁ, sem er varalið Hauka. Lokastaðan eftir framlengingu var 4-4, þar sem Siggi Aadnegard skoraði fyrst en nýliðinn Ismael Sidibe skoraði þrennu.

Í vítakeppni skoruðu KÁ tvisvar, en við aðeins einu sinni, svo áfram fara þeir.

Margir voru móðir í leikslok, en nú styttist í alvöru á á Íslandsmóti. Aðdáendasíðan óttast ekkert þar, enda stóðu menn sig mjög vel margir í þessari frumsýningu liðsins árið 2023.